Mourinho segir að hann muni ekki gera nein mistök á næstu leiktíð

Jose Mourinho stjóri Manchester United segir að hann hafi gert mistök á þessu tímabili en þau verði ekki til staðar á næstu leiktíð.

Mourinho er að klára sitt fyrsta tímabil með United og uppgjör þess veltur að öllu leyti á leiknum við Ajax í úrslitum Evrópudeildarinnar í næstu viku.

Ef United vinnur þann leik kemst liðið í Meistaradeildina og Mourinho hefur unnið þrjá titla á fyrsta tímabili Mourinho.

Tapi liðið leiknum verður litið á það sem vonbrigða tímabil enda krafa liðsins að komast í Meistaradeildina.

,,Ég reyni að skoða alla hluti áður en ég kem inn í félag en þú veist ekki allt fyrr en þú kemur inn,“ sagði Mourinho.

,,Fyrsta tímabilið er erfitt, ég nýt þess að vera á öðru tímabili því þá veit ég að ég geri ekki mistök.“

,,Þú heldur að þú þekkir leikmennina en þú gerir það ekki, þú kynnist þeim bara þegar það gengur og þegar það gengur illa. Það sem ég nýt mest er munurinn á fyrsta og öðru tímabili.“


desktop