Mourinho segir Real Madrid að gleyma De Gea

Jose Mourinho stjóri Manchester United segir Real Madrid að horfa annað en til David De Gea.

De Gea er á óskalista Real Madrid og hefur í raun verið í mörg ár.

De Gea er einn besti markvörður í heimi.

,,Ég sé hann hérna,“ sagði Jose Mourinho þegar hann var spurður um framtíð De Gea.

,,Ég veit ekki hvað Real Madrid er að hugsa en þeir ættu að leita að öðrum leikmanni.“


desktop