Mourinho segist hafa þroskast og útskýrir hvernig

Jose Mourinho stjóri Manchester United segist hafa þroskast mikið á síðustu árum og það hafi hjálpað honum mikið.

Mourinho kveðst geta hætt að hugsa um fótbolta þegar hann kemur heim til sín, það gat hann ekki áður.

Stjórinn er litríkur karakter en hann segir að sigur eða tap í leik breyti ekki hegðun hans lengur.

,,Þú þarft að finna leið til að hætta að hugsa um fótbolta, ég get farið heim og ekki horft á fótboltaleik eða hugsað um fótbolta. Ég get það núna,“ sagði Mourinho.

,,Í byrjun ferilsins gat ég það ekki, ég hugsaði um eða horfði á fótbolta alla 24 tíma sólarhringsins. Ég varð að þroskast.“

,,Í dag líður mér vel með þá persónu sem ég er, ég hef þroskast. Ég er rólegri, sigur setur mig ekki á bleikt ský og tap sendir mig ekki til helvítis.“

,,Ég hef sama metnað og áður og hugsa jafnvel um liðið. Ég hef meiri stjórn á hugsunum mínum.“


desktop