Mourinho staðfestir að þrír lykilmenn muni missa af leiknum gegn Liverpool

Jose Mourinho, stjóri Manchester United staðfesti það á blaðamannafundi í dag að þrír lykilmenn liðsins muni missa af stórleik Liverpool og United um helgina.

Liverpool tekur á móti Manchester United á Anfield á laugardaginn næsta í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar en United situr á toppnum í deildinni með 19 stig á meðan Liverpool er í því sjöunda með 12 stig.

Þeir Paul Pogba, Marouane Fellaini og Michael Carrick munu allir miss af leiknum vegna meiðsla en þetta staðfesti stjórinn í dag eins og áður sagði.

Margir reikna með því að United muni mæta á Anfield og leggja rútunni svokölluðu en hjá Liverpool verður Sadio Mane fjarri góðu gamni vegna meiðsla.


desktop