Mourinho: Þurftum að verja stigin

Jose Mourinho, stjóri Manchester United, var ánægður með sína menn í dag eftir sigur á Southampton.

Mourinho og félagar unnu 1-0 sigur en liðið spilaði mjög aftarlega í síðari hálfleik.

,,Við fengum tvö risafæri til að drepa leikinn en svo þurftum við að fara í stöðu til að verjast,“ sagði Mourinho.

,,Við vörðumst mjög vel. Enska úrvalsdeildin er svo varnarsinnuð, þetta er í fyrsta sinn á tímabilinu þar sem við verjumst í 20 mínútur.“

,,Southampton haðfi engu að tapa. Þeir vildu taka stig af okkur og voru mjög sóknarsinnaðir.“

,,Við þurftum að vera þéttir aftarlega þess vegna kom Chris Smalling inná.“


desktop