Mourinho var ósáttur með fögnuð leikmanna United

Jose Mourinho stjóri Manchester United var ekki sáttur með það hversu mikið leikmenn hans fögnuðu gegn Hull í gær.

United vann 2-0 sigur en Mourinho var ekki sáttur með það hvernig leikmenn fögnuðu fyrra markinu sem Juan Mata skoraði.

Mourinho lét leikmenn sína vita af því af hliðarlínunni en um var að ræða fyrri leik liðanna í undanúrslitum deildarbikarsins.

,,Við þurftum að halda áfram að spila, í bikarleik skiptir hvert mark máli. Af hverju að fagna svona þegar það er hálftíimi eftir,“ sagði Mourinho.

,,Við áttum ekki að gera það, það er ekki nein ástæða til að fagna þessu marki.“

,,Ég var svekktur með fyrri hálfleikinn, þetta var ekki okkar sá besti.“


desktop