Mynd: 16 ára æfði með aðalliði United

Táningurinn Angel Gomes var í gær valinn leikmaður ársins hjá unglingaliði Manchester United á Englandi.

Gomes varð yngsti leikmaður í sögu félagsins til að hljóta verðlaunin en hann er aðeins 16 ára gamall.

Gomes fékk frábær verðlaun í dag en hann fékk að æfa með aðalliði félagsins og hitti stjörnurnar.

Gomes er talinn gríðarlegt efni en eins og áður sagði er hann aðeins 16 ára og er enn að þroskast.

Frábært tækifæri fyrir strákinn sem mun eflaust koma við sögu með aðalliðinu fyrr frekar en seinna.


desktop