Mynd: Coutinho í hóp hjá Liverpool í kvöld

Philippe Coutinho leikmaður Liverpool er í leikmannahópi liðsins gegn Sevilla í kvöld.

Liverpool er mætt aftur í Meistaradeild Evrópu á nýjan leik.

Coutinho hefur ekkert spilað á þessu tímabili en hann fór fram á sölu frá félaginu í sumar.

Liverpool neitaði hins vegar að selja hann til Barcelona og nú snýr Coutinho aftur.

Hann mætti ásamt öðrum leikmönnum Liverpool á Anfield í hádeginu þar sem undirbúningur fyrir leik kvöldsins fer fram.

Mynd af því er hér að neðan.


desktop