Mynd: Evra með ljótan skurð á sköflungnum en elskar samt leikinn

Liverpool tók á móti West Ham í ensku úrvalsdeildinni í gærdag en leiknum lauk með 4-1 sigri heimamanna.

Það voru þeir Emre Can, Mohamed Salah, Roberto Firmino og Sadio Mane sem skoruðu mörk Liverpool í leiknum en Michail Antonio minnkaði muninn fyrir West Ham í stöðunni 3-0.

Patrice Evra var í byrjunarliði West Ham í gær en hann gekk til liðs við félagið í byrjun febrúar eftir að hafa verið leystur undan samningi hjá Marseille.

Hann spilaði svo sinn fyrsta leik fyrir félagið í gær en í leiknum fékk hann ljótan skurð á sköflunginn.

„Ástæðan fyrir því að ég hef saknað ensku úrvalsdeildarinnar, alltaf gaman að vakna daginn eftir leik með þrjú saumuð spor í löppinni,“ sagði Evra á Instagram í dag.

Færsluna sem hann setti inn má sjá hér fyrir neðan.


desktop