Mynd: Sanchez í stuði á æfingu Arsenal

Alexis Sanchez sóknarmaður Arsenal lætur sögur um framtíð sína ekki hafa áhrif á sig.

Sanchez er á óskalista Manchester United og City.

Arsenal er tilbúið að selja hann ef félaginu tekst að fylla skarð hans í janúar.

Sanchez er samningslaus í sumar og ef Arsenal selur hann ekki í ár fer hann frítt frá félaginu.

Sanchez var í stuði á æfingu Arsenal í dag en liðið mætir Bournemouth á morgun.


desktop