Mynd: Sanchez mættur í United treyju?

Alexis Sanchez hefur staðist læknisskoðun hjá Manchester United en það var Mirror sem greindi frá þessu í kvöld.

Leikmaðurinn er að ganga til liðs við félagið í skiptum fyrir Henrikh Mkhitaryan.

Hann flaug til Manchester í morgun og fór í læknisskoðun síðdegis en reikna má með því að tilkynnt verði um félagskiptin á morgun eða þriðjudaginn.

Stuðningsmannasíða Manchester United birti í kvöld mynd sem virðist vera af Sanchez í United treyju en það hefur ekki ennþá verið staðfest.

Myndina má sjá hér fyrir neðan.


desktop