Mynd: Stjórnarmenn Arsenal og Dortmund á fundi

Ivan Gazidis stjórnarformaður Arsenal er mættur til Dortmund og ætlar að reyna að taka Pierre Emerick-Aubameyang með sér heim..

Fleiri starfsmenn Arsenal eru á svæðinu en félagið reynir að ná samkomulagi við Dortmund.

Aubameyang vill fara til Arsenal en talið er að Dortmund vilji yfir 50 milljónir punda.

Framherjinn frá Gabon var settur í agabann á dögunum og hefur hug á að fara.

Aubameyang gæti hitt gamlan félaga hjá Arsenal en Henrikh Mkhitaryan er að fara til félagsins.

Mynd af þessu er hér að neðan.


desktop