Mynd: Stuðningsmaður Liverpool sofnaði á Anfield

Liverpool og Spartak Moskva eigast nú við í Meistaradeild Evrópu og er staðan 5-0 fyrir Liverpool þegar um hálftími er eftir af leiknum.

Staðan að loknum fyrri hálfleik var 3-0 en það voru þeir Philippe Coutinho og Roberto Firmino sem skoruðu mörk Liverpool í fyrri hálfleik.

Staðan var orðin 3-0 eftir einungis 20. mínútna leik og því mikið fjör á Anfield í kvöld.

Þrátt fyrir það tókst ófnefndum stuðningsmanni Liverpool að sofna í stúkunni en hvort að hann var búinn að fá sér aðeins of marga skal látið ósagt.

Mynd af þessu má sjá hér fyrir neðan.


desktop