Mynd: Stuðningsmaður Sunderland girti niðrum sig og skeit í stúkunni

Fáránlegt atvik átti sér stað í gær á leik Sunderland og Reading í ensku Championship-deildinni.

Leiknum lauk með 3-1 sigri Reading en það gengur ekkert upp hjá Sunderland þessa dagana sem situr í næst neðsta sæti deildarinnar með 14 stig.

Ónefndur stuðningsmaður Sunderland var svo ósáttur með spilamennsku sinna manna að hann ákvað að girða niðrum sig og kúka í sætið sitt en það er Mirror sem greinir frá þessu.

Stuðningsmenn Sunderland hafa rætt atvikið á spjallborði stuðningsmannafélagsins og var mörgum misboðið við þessa hegðun.

Öryggisverðir fylgdu honum út af svæðinu, stuttu eftir að hann lét vaða og má fastlega reikna með því að honum verði ekki hleypt inná Stadium of Light aftur.


desktop