Mynd: Stuðningsmenn Liverpool með frábæran borða í Porto

Stuðningsmenn Liverpool hafa prentað frábæran borða sem verður notaður í Porto á morgun.

Liverpool heimsækir þá Porto í Meistaradeild Evrópu en um er að ræða 16 liða úrslit, fyrri leikinn.

Valentínusardagurinn er þennan sama daga en margir stuðningsmenn Liverpool geta ekki eytt kvöldinu með konu sinni.

,,Ekki segja konunni minni það en ég mun eyða Valentínusardegi með fuglinum mínum,“ segir á borðanum.

Átt er við um fuglinn sem er í merki Liverpool en borðinn hefur vakið mikla athygli.


desktop