Mynd: Þetta á að vera treyja United á næstu leiktíð

Stuðningsmenn liða á Englandi bíða alltaf spenntir eftir því að sjá nýja treyju félagsins sem þeir styðja.

Í dag lak á netið mynd af treyju sem Manchester United er sagt ætla að nota á næstu leiktíð.

Það er Adidas sem heldur áfram að framleiða treyjur félagsins.

Treyjan er talsvert breytt frá þeirri treyju sem félagið leikur í á þessu tímabili.

Búið að setja rendur upp á ermina en ensk götublöð hafa fjallað um málið í dag en United hefur ekki viljað staðfesta neitt.

Mynd af treyjunni er hér að neðan.


desktop