Mynd: Ungur stuðningsmaður Arsenal hágrét á Wembley

Arsenal og Manchester City mættust í úrslitum enska Deildarbikarsins í dag en leiknum lauk með 3-0 sigri City.

Það voru þeir Sergio Aguero, Vincent Kompany og David Silva sem skoruðu mörk City í dag og lokatölur því 3-0 eins og áður sagði.

Spilamennska Arsenal í dag var ekki upp á marga fiska og átti liðið í raun aldrei möguleika í leiknum.

Ungur stuðningsmaður Arsenal átti erfitt með að halda aftur af tárunum í stúkunni og hágrét en faðir hans gerði sitt besta til liðs að hugga hann.

Mynd af þessu má sjá hér fyrir neðan.


desktop