Myndband: Jöfnunarmark Jóns Daða í gær gegn Derby

Reading tók á móti Derby County í gærdag en leiknum lauk með 3-3 jafntefli.

Kasey Palmer kom Derby yfir í upphafi leiks en Liam Kelly jafnaði metin fyrir Reading, tíu mínútum síðar.

Modou Barrow kom Reading svo yfir á 32. mínútu en Richard Keogh og Tom Lawrance sáu til þess að staðan var orðin 3-2 fyrir Derby í upphafi síðari hálfleiks.

Jón Daði Böðvarsson jafnaði hins vegar metin fyrir Reading á 80. mínútu og lokatölur því 3-3 í hörkuleik.

Myndband af markinu má sjá hér fyrir neðan.


desktop