Myndband: Mane með svakalegt mark gegn Spartak Moskvu

Liverpool tók á móti Spartak Moskvu í Meistaradeild Evrópu í kvöld en leiknum lauk með 7-0 sigri heimamanna.

Philippe Coutinho og Roberto Firmino skoruðu mörk heimamanna í fyrri hálfleik og staðan því 3-0 í leikhléi.

Sadio Mane, Philippe Coutinho og Mohamed Salah skoruðu svo mörk heimamanna í síðari hálfleik og lokatölur því 7-0 fyrir Liverpool.

Sadio Mane skoraði ansi fallegt mark fyrir Liverpool þegar hann tók boltann viðstöðulaust á lofti og setti hann innanfótar í nærhornið.

Myndband af markinu má sjá hér fyrir neðan.


desktop