Myndband: Nýjasta fagn Lingard og Pogba vekur athygli

Manchester United tók á móti Chelsea í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar í dag en leiknum lauk með 2-1 sigri heimamanna.

Willian kom Chelsea yfir á 32. mínútu en Romelu Lukaku jafnaði metin fyrir heimamenn á 39. mínútu og staðan því 1-1 í leikhléi.

Jesse Lingard skoraði svo sigurmark United á 75. mínútu eftir að hafa komið inná sem varamaður og lokatölur því 2-1 fyrir Manchester United.

Lingard fagnaði marki sínu vel og innilega ásamt liðsfélögum sínum, þar á meðal Paul Pogba en þeir buðu upp á sýningu saman fyrir áhorfendur á Old Trafford.

Fagnið vakti vissulega mikla athygli en myndbönd af þessu má sjá hér fyrir neðan.


desktop