Myndband: Nýtt merki á treyju Liverpool á næstu leiktíð

Liverpool mun á næstu leiktíð leika með nýtt merki á treyju sinni vegna þess að félagið fagnar 125 ára afmæli sínu.

Félagið greini frá þessu í dag en nýr búningur verður frumsýndur í apríl.

Á honum verður ekki merkið eins og við þekkjum það í dag en breytingarnar eru miklar.

Liverpool fagnaði afmæli sínu líka árið 1992 þegar félagið var 100 ára en þá var félagið með sérstakt merki á treyjunni.

Möguleiki er á að Liverpool leiki í þessum nýja búningi í lokaleik tímabilsins gegn Middlesbrough.

Myndband um þetta er hér að neðan.


desktop