Myndband: Stamford Bridge kvaddi Terry á magnaðan hátt

John Terry, fyrirliði Chelsea, spilaði í dag sinn síðasta leik fyrir félagið á Stamford Bridge.

Terry var í byrjunarliði Chelsea sem mætti Sunderland en staðan í leiknum er 1-1 þessa stundina.

Terry var tekinn af velli á 26. mínútu leiksins en varnarmaðurinn öflugi er einmitt númer 26 og hefur lengi verið.

Stamford Bridge kvaddi Terry á magnaðan hátt en leikmenn Chelsea mynduðu til að mynda röð fyrir Englendinginn.

Terry er að kveðja Chelsea eftir magnaðan feril en hann vann allt mögulegt með félaginu.

Myndband af þessu má sjá hér.


desktop