Myndband: Stuðningsmaður Arsenal fær orð sín hressilega í bakið

Manchester United hefur staðfest kaup sína á Alexis Sanchez en það var gert nú rétt í þessu.

Sanchez skrifaði undir samning við United í dag en hann kemur frá Arsenal.

Sanchez mun klæðast treyju númer 7 hjá Manchester United.

Hann kemur til United í skiptum fyrir Henrikh Mkhitaryan sem fer til Arsenal og gerir samning við félagið.

Þegar sögur fóru af stað um að Sanchez færi til United voru margir efins um að það gæti gerst. Einn stuðningsmaður Arsenal var svo viss að hann skellti í eitt myndband.

Hann hefur fengið það hressilega í bakið í dag og er mikið grín gert að honum, eins og sjá má hér að neðan.


desktop