Myndband: Ummæli Mourinho sem hafa gert marga reiða

Jose Mourinho stjóri Manchester United reyndi að verja sjálfan sig eftir tap gegn Sevilla í gær.

United er úr leik í Meistaradeildinni eftir 2-1 tap gegn Sevilla á heimavelli í gær.

Frammistaða United hefur verið harkalega gagnrýnd í mörgum leikjum í ár.

,,Ég hef áður setið í þessum stól og United er úr leik,“ sagði Mourinho sem reyndi að bjarga sjálfum sér.

,,Hér með Porto gegn United og svo með Real Madrid og United datt út. Þetta er ekkert nýtt fyrir þetta félag.“

Þessi ummæli Mourinho hafa gert marga stuðningsmenn United reiða. Þau má sjá hér að neðan.


desktop