Myndband: Zlatan kennir þér á lífið

Zlatan Ibrahimovic, framherji Manchester United var í miklu stuði í gær en hann skoraði þrennu þegar United vann 3-0 sigur á St. Etienne í fyrri leik liðanna í Evrópudeildinni.

Framherjinn hefur farið hrikalega vel af stað með United síðan hann kom á frjálsri sölu í sumar og hefur nú skorað 23 mörk fyrir félagið í öllum keppnum.

Eins og gefur að skilja var hann ansi hress í dag en þetta var hans fyrsta þrenna fyrir félagið síðan hann kom frá PSG.

Hann fór yfir lífsreglurnar á Instagram síðu sinni í dag þar sem hann ræðir tíu hluti sem þú getur gert, til þess að líkjast honum.

Myndböndin sem hann birti má sjá hér fyrir neðan.


desktop