Myndir: 60 ára gömul amma fékk sér húðflúr tileinkað Jose Mourinho

Vivien Bodycote er sextug amma sem býr á Bretlandi en hún er afar hrifin af Jose Mourinho, stjóra Manchester United.

Hún er með 35 húðflúr af stjóranum á líkama sínum og bætti einu við til viðbótar á dögunum.

Húðflúrið fékk hún sér í tilefni Valentínusardagsins sem er á morgun en hún virðist, vægast sagt, vera með stjórann á heilanum.

Mourinho tók við United árið 2016 og hefur unnið þrjá titla með liðið síðan þá en þrátt fyrir það eru margir stuðningsmenn liðsins ósáttir með hann.

Myndir af nýjasta húðflúri Vivien má sjá hér fyrir neðan.


desktop