Myndir: Af hverju var Mourinho að kyssa blaðið sitt?

Það vakti mikla athygli í gær þegar Jose Mourinho stjóri Manchester United kyssti blað sem hann hélt á.

United vann sigur á Anderlecht í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

Sigurmark United kom í framlengingu en þar var að verki Marcus Rashford.

Rashford hafði farið illa með mörg færi í leiknum en nýtti færi að lokum og tryggði United sigur.

Eftir markið kyssti Mourinho svo miða sem hann hélt á en menn velta því fyrir sér hvað stóð á honum.

Myndir af þessu eru hér að neðan.


desktop