Myndir: Aguero sagður vera byrjaður með framherja City

Kun Aguero framherji Manchester City er genginn út ef marka má fréttir í heimalandi hans en þar segir að hann hafi krækt í Toni Duggan framherja kvennaliðsins.

Duggan er ein þekktasta knattspyrnukona Englands og á fast sæti í landsliðinu.

Hún er fædd árið 1991 og kemur frá Bítlaborginni, Liverpool.

Aguero var áður með dóttir Diego Maradona en nokkuð er síðan að leiðir þeir skildu.

Hér að neðan eru nokkrar myndir af Duggan og myndband um fréttina frá Argentínu.


desktop