Myndir: Er þetta fallegasti búningsklefinn á Englandi?

Það styttist nú í að enska úrvalsdeildin fari af stað á ný en fyrsti leikur er á dagskrá í kvöld.

Arsenal tekur þá á móti Leicester City á Emirates og fyrsta umferð heldur svo áfram um helgina.

Manchester City verður í eldlínunni um helgina en liðið spilar við Brighton á útivelli í fyrsta leik.

City hitaði upp fyrir byrjun deildarinnar í gær með því að birta myndir af búningsklefa liðsins á Etihad.

Það er óhætt að segja að búningsklefinn sé virkilega fallegur og hefur fengið góð viðbrögð.

Myndirnar má sjá hér.


desktop