Myndir: Game of Thrones stjörnur heimsóttu United

Manchester United er í æfingaferð í Bandaríkjunum en liðið hefur verið í Los Angeles síðustu daga.

Í gær fékk liðið góða heimsókn en leikarar úr hinum afar vinsælu þáttum, Game of Thrones voru mættir.

Um var að ræða John Bradley-West sem leikur Samwell Tarly í þáttunum.

Með honum í för var Joe Dempsie sem leikur Gendry sem er að snúa aftur í þættina.

Þættirnir eru þeir á meðal vinsælustu sjónvarpsþátta sögunnar en ný þáttaröð var að hefjast.

Myndir af þessu eru hér að neðan.


desktop