Myndir: Gerrard reyndi að hugga Brewster sem varð fyrir kynþáttaníð gegn Spartak Moskvu

Rhian Brewster, ungur leikmaður Liverpool varð fyrir kynþáttaníð í leik liðsins gegn Spartak Moskvu í Evrópukeppni unglingaliða í dag.

Framherjinn varð fyrir kynþáttaníð frá leikmanni Moskvu og þurftu leikmenn liðsins og starfslið félagsins að halda aftur af honum í leikslok.

Brewster lét dómara leiksins vita af atvikinu sem setti það í skýrslu hjá sér en leiknum lauk með 2-0 sigri Liverpool í dag en félagið hefur nú þegar kært atvikið til UEFA.

Steven Gerrard er þjálfari unglingaliðsins en hann reyndi að róa Brewster niður í dag en myndir af þessu má sjá hér fyrir neðan.


desktop