Myndir: Gylfi fékk frábærar móttökur á Goodison Park

Gylfi Þór Sigurðsson var kynntur til leiks á Goodison Park í gær fyrir framan áhorfendur Everton.

Gylfi fékk geggjaðar móttökur en stuðningsmenn Everton eru spenntir fyrir því að sjá hann innan vallar.

Gylfi er dýrasti leikmaður í sögu Everton en hann skrifaði undir hjá félaginu á miðvikudag.

Liðið lék svo gegn Hadjuk Split í Evrópudeildinni í gær þar sem Gylfi var kynntur til leiks.

Meira:
Gylfi fagnar því að Breiðablik og FH fái tugi milljóna
Gylfi býst við að vera á bekknum – Verður slegist um föstu leikatriðin
Gylfi Þór: Þú getur ekki ímyndað þér hversu mikil vitleysa er skrifuð
Gylfi Þór um kaupverðið – Set sjálfur mikla pressu á mig
Breytir Everton um nafn á heimavelli sínum? – SoGoodson Park

Fyrsti leikur Gylfa verður á mánudag gegn Manchester City en hann hittir fréttamenn á fundi í dag.

Myndir af því þegar Gylfi var kynntur til leiks eru hér að neðan.


desktop