Myndir: Gylfi og Rooney á leið til Ítalíu

Gylfi Þór Sigurðsson og Wayne Rooney eru báðir í leikmannahópi Everton sem er að ferðast til Ítalíu.

Gylfi og félagar mæta þar Atalanta í Evrópudeildinni á morgun en þeirra bíður svo leikur gegn Manchester United á sunnudag í ensku úrvalsdeildinni.

Rooney hefur mikið verið í fréttum undanfarið eftir að hann var handtekinn fyrir að keyra fullur.

Hann er hins vegar að einbeita sér að Everton þessa dagana og reynir að hjálpa liðinu sínu.

Gylfi og Rooney eru hér að neðan á leið í flug til Ítalíu.


desktop