Myndir: Henrikh Mkhitaryan mættur til London

Henrikh Mkhitaryan er mættur til London þar sem hann mun gangast undir læknisskoðun hjá Arsenal á næstu klukkustundum.

Leikmaðurinn hefur nú þegar samþykkt að ganga til liðs við félagið og verður hann launahæsti leikmaður liðsins.

Alexis Sanchez mun fara til United í skiptum fyrir Armenann en félagaskiptin hafa legið í loftinu, undanfarna viku.

Mkhitaryan kvaddi liðsfélaga sína á föstudaginn og var ekki í hóp hjá United í gær sem vann 1-0 sigur á Burnley og er reiknað með því að hann muni skrifa undir samning við Arsenal á næsta sólahringnum.

Myndir af honum í London má sjá hér fyrir neðan.


desktop