Myndir: Hvað var Ancelotti að gera á Chelsea leiknum?

Chelsea komst í 2-0 gegn Roma í Meistaradeildinni í kvöld en það dugði ekki til sigurs því tveir fyrrum leikmenn Manchester City settu í gírinn.

Fyrst var það Aleksandar Kolarov sem skoraði áður en Edin Dzeko skoraði tvö. Eden Hazard bjargaði hins vegar stigi með öðru marki sínu.

Á meðal áhorfenda í leiknum var Carlo Ancelotti en hann sat í einkastúku Roman Abramovich eiganda Chelsea.

Ancelotti er án starfs eftir að hafa verið rekinn frá FC Bayern á dögunum, margir velta því fyrir sér hvort hann taki við Chelsea ef Antonio Conte verður rekinn.

Samband Conte og Ambramovich er ekki gott þessa dagana. Ancelotti stýrði Chelsea frá 2009 til 2011 en þá var hann rekinn.

Myndir af Ancelotti eru hér að neðan.


desktop