Myndir: Leikmenn Arsenal pirraðir á Giroud

Leikmenn Arsenal voru ekki sáttir með Olivier Giroud þegar hann fagnaði eins og óður maður gegn Bournemouth í vikunni.

Giroud jafnaði 3-3 gegn Bournemouth á þriðjudag og fór að fagna.

Alex-Oxlade Chamberlain og Nacho Monreal voru ekki sáttir með Giroud.

Giroud vildi rosalega mikið fagna með því að leika eftir mark hans með hælnum á dögunum.

Það fór ekki vel í leikmenn Arsenal en myndir af þessu eru hér að neðan.


desktop