Myndir: Leikmenn Liverpool í góðum gír fyrir stórleikinn um helgina

Liverpool tekur á móti Manchester United í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar á laugardaginn næstkomandi.

Leikurinn hefst klukkan 11:30 og er því um hádegisleik að ræða en United situr á toppi deildarinnar með 19 sig, líkt og Manchester City.

Liverpool er í sjöunda sæti deildarinnar með 12 stig en getur brúað bilið á United í fjögur stig með sigri um helgina.

Leikmenn Liverpool voru mættir til æfinga í dag og virkuðu í afar góðum gír á Melwood, æfingasvæði liðsins.

Myndir af þessu má sjá hér fyrir neðan.


desktop