Myndir: Mikið fjör á lokahófi Manchester United

Ander Herrera, leikmaður Manchester United, var í gær valinn leikmaður ársins hjá félaginu þegar lokahóf fór fram.

Herrera hefur fest sig vel í sessi undir stjórn Jose Mourinho og hefur átt gott tímabil á miðjunni.

Spánverjinn var ekki í miklu uppáhaldi hjá Louis van Gaal en hefur komið sterkur inn eftir komu Mourinho.

Herrera hefur spilað 49 leiki fyrir United í öllum keppnum á leiktíðinni og gert tvö mörk.

Leikmenn United fengu einnig að kjósa um leikmann ársins og þar var bakvörðurinn Antonio Valencia fyrir valinu.

Myndir af lokahófinu eru hér að neðan.


desktop