Myndir: Sanchez drekkur te á leið á sína fyrstu æfingu

Manchester United gekk í gær frá kaupum sínum á Alexis Sanchez frá Arsenal.

Sanchez sagði strax að draumur hans væri að rætast eins og flestir knattspyrnumenn segja nú til dags.

Sanchez tók það hins vegar fram að hann væri ekki bara að segja þetta til að segja hlutina.

Hann hafi í æsku dreymt um að spila fyrir United og það virðist vera rétt.

Sanchez mætti á sína fyrstu æfingu með United í dag en hann drakk te þegar hann keyrði á æfingarsvæðið.


desktop