Myndir: Sanchez og Mkhitaryan staddir í Liverpool í dag

Alexis Sanchez kom til Manchester í gær til að klára félagaskipti sín til Manchester United.

Sanchez kemur í hreinum skiptum fyrir Henrikh Mkhitaryan sem fer til Arsenal.

Sanchez fór í læknisskoðun í gær og fór svo og hvíldi sig í gærkvöldi.

Þessi sóknarmaður frá Síle kom svo aftur á æfingarsvæði United í morgun til að klára allt.

Til að geta gengið í raðir United þarf Sanchez að endurnýja atvinnuleyfi sitt á Englandi. Slík skrifstofa er ekki í Manchester og því þurfti Sanchez að skella sér til Liverpool.

Þangað þarf Henrikh Mkhitaryan einnig að koma en hann fer í skiptum við Sanchez til Arsenal.

Myndir af þessu er hér að neðan.


desktop