Myndir: Stjörnur United voru margar sektaðar á sama staðnum

Leikmenn Manchester United skelltu sér saman í hádegismat í gær til að fagna afmæli Ander Herrera.

Herrera varð 28 ára gamall en margir af leikmönnum United voru á svæðinu.

Margir af þeim lögðu ólöglega og fengu sekt frá stöðumælaverði sem kom á svæðið.

Ander Herrera, Marcos Rojo og Juan Mata fengu allir sekt á bílinn sinn en David De Gea var á meðal þeirra sem slapp við hana.

United byrjaði ensku úrvalsdeildina á sigri gegn West Ham á sunnudag.

Myndir af því þegar bílarnir fengu sekt eru hér að neðan.


desktop