Myndir: Þegar Coutinho fékk símtalið um að allt væri klárt

Philippe Coutinho er að ganga til liðs við Barcelona en þetta var staðfest í gær.

Kaupverðið er 145 milljónir punda og mun hann skrifa undir fimm og hálfs árs samning við spænska liðið.

Hann lenti í Barcelona í gær og mun gangast undir læknisskoðun hjá félaginu á morgun samkvæmt fjölmiðlum í dag.

Daily Mail fékk að fylgja Coutinho eftir í gær og tóku myndir af því þegar allt var klárt.

Coutinho fékk þá símtal um að búið væri að ganga frá öllu og að hann gæti flogið til Katalóníu.

Myndir af því eru hér að neðan.


desktop