Myndir: Tveir einkaþjálfarar koma Pogba í form á Miami

Paul Pogba miðjumaður Manchester United er að jafna sig eftir að hafa tognað á læri.

Miðjumaðurinn hefur verið frá síðustu vikurnar en óljóst er hvenær hann snýr aftur.

Pogba er þó byrjaður að æfa af krafti eins og sést á myndunum hér að neðan.

United vonast til að Pogba snúi aftur í október en hann hafði byrjað tímabilið af krafti.

Pogba er að æfa á Miami en þar eru tveir einkaþjálfarar með honum sem hjálpa honum að koma sér á fullt.

Myndir af Pogba á Miami eru hér að neðan.


desktop