Myndir: Var Firmino byrjaður að fagna áður en Lallana klúðraði?

Manchester City tók á móti Liverpool í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar um helgina en leiknum lauk með 1-1 jafntefli.

Það var James Milner sem kom Liverpool yfir með marki úr vítaspyrnu á 51 mínútu en Sergio Aguero jafnaði metin fyrir City á 69 mínútu og þar við sat.

Adam Lallana, sóknarmaður Liverpool fékk sannkallað dauðafæri á 82 mínútu þegar að hann var nánast einn gegn marki en á einhvern ótrúlegan hátt þá hitti hann ekki boltann.

Það var Roberto Firmino sem sendi boltann á Lallana í færinu en eins og áður sagði hitti sá síðarnefndi ekki boltann en Firmino virtist vera byrjaður að fagna markinu.

Myndir af þessu má sjá hér fyrir neðan.


desktop