Myndir: Viðbjóðsleg tækling Dawson á Davide Zappacosta

Chelsea og WBA eigast nú við og er staðan 1-0 fyrir heimamenn þegar síðari hálfleikur var að hefjast.

Það var Eden Hazard sem skoraði eina mark leiksins eftir laglegt samspil við Olivier Giroud.

Craig Dawson, varnarmaður WBA átti viðbjóðslega tæklingu í fyrri hálfleik á Davide Zappacosta sem valdið hefur mikilli reiði á samfélagsmiðlum.

Lee Mason, dómari leiksins sá ekkert athugavert við tæklingina og dæmdi ekkert en mynd af tæklingunni má sjá hér fyrir neðan.


desktop