Neville líklega að taka við enska kvennalandsliðinu

Phil Neville er líklegur til að verða næsti þjálfari kvennaliðs Englands.

Neville hefur verið í viðræðum um að taka við liðinu.

Hann hefur verið aðstoðarþjálfari Manchester United og Valencia en án starfs núna.

Mark Sampson var rekinn á síðasta ári og Mo Marley hefur stýrt liðinu tímabundið.

Neville lék lengi vel með Manchester United en kláraði ferilinn með Everton.


desktop