Neville telur að Mourinho þurfi að eyða vel af peningum í sumar

Gary Neville sérfræðingur Sky Sports býst við því að Jose Mourinho stjóri Manchester United rífi upp veskið í sumar og kaupi leikmenn.

Neville segir að United þurfi fjóra leikmenn en búast má við að Mourinho bæði selji nokkra og kaupi í sumar.

Neville segir United ekki vera eina liðið sem þarf að eiga góðan félagaskiptaglugga í sumar.

,,Ég held að þú getir sagt að liðið þurfi styrkingu í vörnina, miðjuna og sóknina. Þrír eða fjórir leikmenn væri gott í sumar,“ sagði Neville.

,,Þeir þurfa liðsstyrk, það er sjá það allir. United er ekki eina liðið í þessari stöðu, ef þú hugsar um slakt gengi liða á Englandi í Evrópu þá þurfa þau öll að styrkja sig.“

,,City þarf að styrkja sig, Arsenal, Liverpool og United þurfa líka. United er því ekki eina liðið en vandamálið er að öll liðin virðast vera á eftir sömu leikmönnunum.“


desktop