Neville tókst að æsa vel upp í stuðningsmönnum Liverpool

Mohamed Salah, sóknarmaður Liverpool hefur nú skorað 31 mark fyrir félagið á þessari leiktíð en það síðasta kom gegn West Ham í 4-1 sigri í gær.

Piers Morgan, einn harðasti stuðningsmaður Arsenal setti inn áhugaverða færslu á Twitter í gær þar sem hann sagði að Salah væri besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar síðan Thierry Henry var upp á sitt besta.

Gary Neville var langt frá því að vera sammála þessu og lét vita af því á Twitter með því að birta mynd af nokkrum hlátursköllum sem voru allir grenjandi úr hlátri.

Stuðningsmenn Liverpool voru að sjálfsögðu ekki ánægðir með þessi viðbrögð Neville og báðu hann um að nefna leikmenn sem væru betri eða hefðu verið betri en Salah.

Neville taldi upp leikmenn á borð við Carlos Tevez, Diego Costa og Vincent Kompany sem fór ekki vel í stuðningsmenn Liverpool en færslurnar sem hann setti inn má sjá hér fyrir neðan.


desktop