Nokkrir stuðningsmenn West Ham í lífstíðar bann

West Ham tók á móti Burnley í ensku úrvalsdeildinni um helgina en leiknum lauk með 3-0 sigri gestanna.

Það voru þeir Ashley Barnes og Chris Wood sem skoruðu mörk Burnley um helgina en West Ham er nú í slæmum málum í sextánda sæti deildarinnar með 30 stig, þremur stigum frá fallsæti. Stuðningsmenn West Ham eru allt annað en sáttir með stjórn félagsins og létu óánægju sína í ljós undir lok leiksins.

Þeir ruddust inn á völlinn og létu leikmenn liðsins heyra það og þurftu öryggisverðir að fjarlægja þá af vellinum. West Ham hefur staðfest að þessir stuðningsmenn verði settir í lístíðar bann frá leikjum félagsins.

Nú ætlar enska sambandið að skoða málið og eru góðar líkur á því að West Ham þurfi að leika á tómum heimavelli í næstu leikjum.

Myndir af þessu má sjá hér fyrir neðan.


desktop