Nolito farinn aftur til Spánar

Sevilla í spænsku úrvalsdeildinni hefur fest kaup á vængmanninum Nolito frá Manchester City.

Nolito stoppaði stutt á Englandi en hann var keyptur til City fyrir síðustu leiktíð og byrjaði mjög vel.

Eftir góða byrjun lá leiðin niður á við fyrir Nolito sem spilaði 19 deildarleiki og skoraði fjögur mörk.

Nolito lék áður með Celta í þrjú ár þar sem hann skoraði 39 mörk í 100 deildarleikjum.

Þessi 30 ára gamli leikmaður á að baki 16 landsleiki fyrir Spán og kostar Sevilla 8 milljónir punda.


desktop